Stefnir allt í grimmt kaupæði á degi einhleypra

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Dagur einhleypra er á morgun eða „Singles’ Day.“ Þessi frekar ný tilkomna hefð á upphaf sitt að rekja til Kína. Þetta er í 11 sinn dagurinn er haldinn hátíðlegur og er þessi dagur, 11.11 orðinn að stærsta verslunardegi heims og keppast fyrirtæki um athygli neytenda með allskonar tilboðum.

Samkvæmt greiningu Forbes er gert ráð fyrir að verslanir eigi eftir að bjóða enn betri tilboð á morgun en í venjulegu árferði þar sem smásalar eru ákafir í að ná jafnvægi eftir höggið vegna COVID-19. Efnahagur Kína hefur þegar vænkast töluvert og neysla kínverskra neytenda orðin sú sama og fyrir Kófið ef ekki enn meiri.

Þessi mikli verslunardagur er að festa sig í sessi alþjóðlega, segir í greiningunni og þar er Ísland engin undantekning. Þá má líka ætla að jákvæðar fréttir af þróun bólu­efnis Pfizer og BioNTech gegn COVID-19 sem spurðust út í gær geti ýtt undir klaupgleði fólks. En spyrjum að leikslokum.

Neytendavaktin tók saman nokkra verslunar „viðburði“ sem hefjast á miðnætti en hvetur neytendur auðvitað til að stíga varlega til jarðar og hugsa sig vel um áður en veskið er tekið upp. „Þarf ég þetta nauðsynlega,“ er mikilvæg spurning til að spyrja sig en það er auðvitað alveg rakið að kaupa það sem vantar á góðum afslætti – nú eða jólagjafirnar ef ekki á að föndra þær!

Singles Day á heimapopup.is

Í kynningu segir: „RISA Single´s day partý 11. nóvember og þér er boðið!“ Hér er um að ræða einhverskonar vefviðburð. Á annað hundrað verslanir taka þátt og bjóða tilboð, afslætti, kaupauka og fleira. Síðan fer í loftið á miðnætti. Fólk er hvatt til að fara inn á www.heimapopup.is og skrá sig á póstlista og verða svo látin vita þegar síðan fer í loftið. Tæplega 14.000 hafa sýnt viðbrögð við þessum viðburði.

 

Singles day adidas.is, reebok.is og GÁP

Verslanirnar adidas.is, reebok.is og GÁP hafa tekið höndum saman og upp á sólahringsviðburð. adidas.is og reebok.is bjóða 30% afslátt af öllum vörum, gap.is býður 20-50% afslátt af völdum vörum, aðeins á netinu. Verslanirnar bjóða jafnframt upp á fría heimsendingu og 10% aukaafslátt í formi sportpunkta. Um 411 manns hafa sýnt viðbrögð við þessum viðburði.
„Sturluð tilboð í sólahring,“ segir í kynningu og þar segir líka að aldrei hafi jafn margar verslanir tekið þátt. Rúmlega 13.000 manns hafa sýnt viðbrögð við þessum viðburði.

Fjölmargar aðrar verslanir bjóða upp dúndur tilboð frá miðnætti í kvöld – svo nú er ekki annað að gera en að hella uppá!

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira