Hættu að nota tannkrem

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -
Talið er að í kringum 400 milljónir plast tannkremstúpur séu notaðar árlega – í Bandaríkjunum einum! Afar fáar túpur eru endurunnar eða endurunnarlegar, þær einfaldlega enda í landfyllingum og í þeim eru efni sem eru skaðlegar umhverfinu.
En við þurfum að bursta, hvað er til ráða?
Svarið er plastlaus tannhirða, tannkremstöflur. Ekkert plast og enginn (eða amk skárri) umbúðaúrgangur. Í sumum búðum sem selja tannkremstöflur er nefninlega hægt að fara með krukku út í búð, fá áfyllingu og kaupa eftir vikt. Aðrar selja þær í umhverfisvænni umbúðum. Töflurnar eru lausar við bleikiefni, bindiefni og rotvarnarefni sem allt eru efni sem hafa slæm áhrif á umhverfið – hvort sem er þegar tannkremi er spýtt í niðurfallið eða leyfar af því í túpunni. Tannkremstúpur sem teljast kláraðar innihalda að meðaltali 11 grömm af afgöngum. Í Þýskalandi þýðir það að um 440 tonnum af tannkremi er hent á mánuði. Það er því til mikils að vinna.
Það er svolítið önnur tilfinning að nota tannkremstöflur og tekur smá tíma að venjast. Þær eru líka dýrari en venjulegt tannkrem. En miðað við ofangreind atriði, er heldur betur mikill ávinningur í að skipta.
Neytendavaktin skoðaði nokkrar búðir sem selja tannkremstöflur. Allar bjóða þær upp á vefverslun. Kemur í ljós að Vistvera býður best og dýrastar eru þær hjá Vonarstræti:
333 töflur: 1.950 kr.
Vistvera selur eftir vigt og hægt er að koma með eigið ílát og fá áfyllingu.
165 töflur: 1.056 kr

130 töflur: 1.150 kr

Tropic

240 töflur: 1.990 kr.

Vonarstræti

125 töflur: 1.490 kr.

 

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira