„Þetta er það sem að Seljaskóli er að gefa unglingunum okkar að borða“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Þetta er það sem að Seljaskóli er að gefa unglingunum okkar að borða. Þetta eru myndir af matnum í síðustu viku, og í dag var skyr, banani og Capri Sun. Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur að ætla að næra börnin okkar á þessu. Svo ekki sé minnst á að borga 10.000 í hádegismat fyrir þetta“

Þetta skrifar Lena Hulda Nilsen í Facebook-færslu sem vekur athygli. Myndir af matnum má sjá hér fyrir neðan. Hún fullyrðir að börnin hafi mótmælt matnum í dag og neitað að borða hann. „Þau mótmæltu í dag og vildu fá að fara heim og borða en það var ekki í boði, þau fengu á endanum að tala við skólastjórann en mig grunar að þetta sé ekki að fara að batna. Ef maður þyrfti ekki að eiga við Reykjavíkurborg um að fá endurgreidda skólamáltíðina þá færi ég fram á það þá er nú betra að senda börnin með nesti,“ segir Lena.

Hún segir þetta einfaldega lýsa dónaskap gagnvart börnunum. „Og það sorglega við þetta er að ég hrósaði Seljaskóla og eldhúsinu þvílíkt þegar að umræðan um matinn frá Skólamat var í gangi. En Seljaskóli er lagstur á sama plan. Ef að aðrir skólar geta fundið út úr þessari framkvæmd þá hljóta þeir að geta það lika. Mér finnst þetta óvirðing og dónaskapur að ætlast til þess að þau borði þetta sem hádegismat, ekki viss um að kennararnir myndu sætta sig við þetta.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira