Þetta eru fyrirtækin sem styrktu Guðmund Franklín – Í boði KFC og Bakarameistarans

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Átta fyrirtæki styrktu forsetaframboð Guðmundur Franklín Jónsson um samtals tæplega 1,2 milljón króna. Hann fékk svo 1,8 milljón króna í styrk frá samtals 73 einstaklingum. Guðmundur lagði svo sjálfur um 1,6 milljón króna í framboðið.

Þetta kemur fram í uppgjöri framboðsins til Ríkisendurskoðunnar. Guðmundur fékk mest frá sjávarútvegsfyrirtækinu Hólmi  ehf, eða 300 þúsund krónur. Hann fékk svo 200 þúsund frá KFC annars vegar og hins vegar frá Góu-Lind sælgætisgerð. Bæði fyrirtæki eru í eigu Helga Vilhjálmssonar. Bakarameistarinn styrkti hann svo um 200 þúsund krónur.

Hann fékk svo 200 þúsund frá Erik the red Seafood  og 70 þúsund krónur frá Einhamar Seafood. Bæði í sjárvarútvegi líkt og nöfnin gefa til kynna. Tvö félög gáfu honum svo tíu þúisund krónur: Boðar ehf. og Regin ehf.

Heildargjöld framboðsins voru 4,6 milljónir króna. Þar af voru auglýsingar langstærsti hlutinn en hann auglýsti fyrir um 3,5 milljónir. Guð­mundur Franklín fékk 7,8 prósent atkvæða í kosningunum.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Ágúst Ólafur með dólgshátt

OrðrómurÁgúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingar, á erfitt uppdráttar þessa dagana. Þingmaðurinn er enn sakaður um kvenfyrirlitningu en...

Borgar sárlangar á þing

OrðrómurAðstoðarmaðurinn Borgar Þór Einarsson er sagður vera í startholunum til þess að bjóða sig fram í Reykjavík...