Trausti öskraði í Bónus vegna grímuskyldu: „Hér má sjá dæmi um mann sem er einfaldlega hættulegur“ |

Trausti öskraði í Bónus vegna grímuskyldu: „Hér má sjá dæmi um mann sem er einfaldlega hættulegur“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Hér má sjá dæmi um mann sem er einfaldlega hættulegur. En því miður á hann alveg heilan helling af skoðanabræðrum sem telja sig yfir aðra hafna og vita allt miklu betur en okkar færustu sérfræðingar. Að flækja svo barnið sitt inn í þennan farsa var alveg til þess að sanna hve vitgrannur þessi aumingja maður er.“

Þetta segir Sigurður nokkur Eðvaldsson um myndband sem maður að nafni Trausti Eysteins deilir. Þar má sjá Trausta sjálfan tala við myndavélina í Bónus og streitast gegn grímuskyldu þar. Hann öskrar yfir búðina en segir þó í lok myndbandsins að hann sé ánægður að hann hafi ekki æst sig.

Trausti þessi reynir að nota trefil sem andlitsgrímu og verður sármóðgaður þegar starfsmaður Bónus segir það ekki duga. „Þið ættuð að skammast ykkar öll sem takið þátt í þessu leikriti,“ öskrar Trausti. Þá svarar ein kona þó: „sömuleiðis“. Þá svarar Trausti: „Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um“.

Trausti fer til baka í bíl sinn, eftir að hafa látið dóttur sína versla fyrir sig og segir: „Ég er mjög feginn að ég var ekki að æsa mig. Við skulum átta okkur á því að það er stríð á okkur [sic]. Þessi grímuskylda er að taka súrefni af fólki og gera það veikara. Það veit ég. Ég er búinn að kenna öndun í 13 ár.“ Trausti er samkvæmt Facebook-síðu sinni „heilari“.

Trausti var þó kynntur sem markþjálfari og múrari þegar hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur á Útvarpi Sögu á dögunum. Þar sagði hann frá forsjárdeilum sem hann hefur átt í og sagði hann sjálfur frá því að hann hafi verið ásakaður um kynferðisofbeldi gagnvart barninu. Hann sagði þær ásakanir vera hluti af umgengistálmunum gegn sér.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira