Umferð snarminnkar vegna COVID-Sniðugt að hjóla eða ganga

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í október reyndist 20% minni en í sama mánuði og í fyrra, þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni. Þetta er auðvitað gríðarmikill samdráttur en kemur auðvitað ekki á óvart í ljósi ástandsins. Þó kemur á óvart að samdrátturinn nú er minni en sá sem varð í fyrstu bylgju en þá fór samdráttur mest í tæp 43% milli ára – þrátt fyrir að nú séu smitin útbreiddari og meiri í samfélaginu. Þetta skýrist sennilega af farsóttarþreyttu, segir á vef Vegagerðarinnar. Það verður áhugavert að sjá tölur fyrir nóvember nú þegar sóttvarnaraðgerðir eru enn harðari en í október og neytendavakt man.is er á því að dregið hafi úr umferð síðustu daga en þær niðurstöður fær hún nú bara með því að seta fingurinn upp í vindinn.

Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott – þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir umhverfið og líka budduna. Neytendavakt man.is hvetur neytendur að nýta þennan tíma til að tileinka sér vistvænar samgöngur.

Best er að ganga eða hjóla. Það er ekki bara gott fyrir umhverfið og veskið heldur líka góð hreyfing. Á vef Umhverfisstofnunar er vísað í könnun á ferðavenjum höfuðborgarbúa árið 2012. Kemur í ljós að meðalvegalengd milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu er aðeins um 6 km löng og ferðatími um 11 mínútur, en slíkar vegalengdir eru t.d. fljótfarnar á hjóli. Það er því mikill misskilningur að ekki sé hægt að nota hjól á Íslandi sem valkost í samgöngum.

Eitt af því sem við þurfum að gera og það er að venja börnin okkar á að ganga, hjóla eða taka strætó. Þetta er mikil hagræðing og tímasparnaður fyrir foreldra og gerir börnin auk þess sjálfstæðari.

Rafmagnshjól er góður kostur fyrir þá sem mikla fyrir sér brekkurnar. Neytendavaktin tók saman nokkrar týpur á dögunum. Hér má lesa allt um þær og glöggva sig á verðinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira