Útgefandi Bryndísar hagar sér stórfurðulega: „Hvers konar manneskja ertu?“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Útgefandi sjálfsævisögu Bryndísar Scram, HB Publisher, hjólar í konu sem segist ekki hafa áhuga á bókinni á Facebook. Útgefandinn virðist ekki hafa gefið neitt annað út en bók hennar, Brosað í gegnum tárin, og því líklegt að starfsemin tengist Bryndísi sjálfri.

Fjölskyldan hefur átt í erfiðleikum með að fá bækur sínar útgefnar. Jón Baldvin Hannibalsson, eiginmaður Bryndísar, auglýsti til að mynda sérstaklega eftir útgefanda að bók hans Vörn fyrir æru í Silfur Egils í fyrra.

Margrét Erla Maack bendir á Twitter hegðun HB Publisher. Af myndum að dæma þá var bókin auglýst á Facebook og sagt „pantaðu núna“. Kona nokkur sem sá þessa auglýsingu skrifaði athugasemd og svaraði: „Læt mér ekki í hug koma“.

Þá svaraði útgefandinn og vísaði í systur Bryndísar, sem kann að hafa eytt athugasemd sinni: „Margrét Schram svo er alls ekki. Hví ertu að tjá þig um eitthvað sem þú veist greinilega ekkert um. Hvers vegna ertu hér á þessari síðu? Hvers konar manneskja ertu?“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira