Þorleifur varar við netræningjum: „Þeir sem ætla sér eitthvað misjafnt nýta sér þessa daga“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þorleifur Jónasson forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar varar við svikum á stórum útsöludögum á internetinu. Póst og fjarskiptastofnun sérhæfir sig meðal annars í eftirliti í netöryggi.

„Þeir sem ætla sér eitthvað misjafnt nýta sér þessa herferðardaga til að svíkja út peninga,“ sagði Þorleifur í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2.

Hann segir algengt að fólk sem hefur verslað á netinu geti lent í því að svikafyrirtæki sendi þeim áminningar um að greiða sendingarkostnað af vörum sem það hefur verslað á netinu. Síðurnar séu þá oftar en ekki eftirlíkingar af vefsíðunni sem viðkomandi verslaði á. Á síðunum er neytandinn beðinn um kreditkortanúmer til að greiða sendingarkostnað af vörum sem viðkomandi hefur verslað og þá geta ræningjarnir bæði svikið út peninga og eru líka með kreditkortanúmerið undir höndunum.

Þá hefur færst í aukana að fyrirtæki sem slík sendi smáskilaboð með vefslóð sem leiðir fólk á svikasíður þar sem það er leitt í gegnum sambærilegt ferli.

Þorleifur segir bestu leiðina til að verjast slíkum netárásum vera að taka því rólega í innkaupum. Hann hvetur fólk til að horfa á orðalag, það gefur í skyn að eitthvað sé rangt. Eins á fólk ekki að láta tímapressu hafa áhrif á sig, það sé gott merki um svikasíðu.

Risa útsöludagurinn svartur föstudagur eða Black Friday er á morgun og eru nettilboð gríðarlega algeng á erlendum og íslenskum vefsíðum þessa dagana. Snjallir neytendur hafa nýtt sér þessa daga að klára jólagjafainnkaupin á betra verði og fara rólegri inn í aðventuna.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -