Veitingastaðir áfram undir smásjá lögreglu |

Veitingastaðir áfram undir smásjá lögreglu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt áfram að heimsækja veitingahús í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi til að kanna hvort reglum um sóttvarnir væri framfylgt. Fjórtan staðiir voru heimsóttir og af þeim reyndust átta þeirra með sóttvarnir í fullkomnu lagi samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Aftur á móti þurftu fimm staðið að gera úrbætur og bæta skipulag hjá sér til að mæta reglum um tveggja metra regluna. Tiltölulega fáir voru á stöðunum en að mati lögreglu var óvíst hvort aðstæður þeirra staða hefðu verið viðunandi ef fleiri gestir hefðu verið á þeim.

Einn staður hafði ekki gert viðunandi sóttvarnaráðstafanir að mati lögreglunnar og var um hann skrifuð brotaskýrsla. Of margir gestir voru inni á staðnum og lítið sem ekkert bil á milli gestanna.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira