World Class sýnir enga miskunn – Rukka þrátt fyrir takmarkanir

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það hefur varla farið fram hjá neinum að líkamsræktarstöðvum er nú heimilt að hafa opið að ströngum skilyrðum uppfylltum. Samfélagsmiðlar hafa logað í vikunni vegna þessa. Það virðist á umræðunni sem margir vilji að stöðvarnar séu lokaðar á meðan ástandið vegna COVID er enn svona viðkvæmt og forsvarsmenn sumra þeirra hafa hlustað á þessar raddir. Hreyfing og Reebok Fitness ákváðu að opna ekki. Sporthúsið var opið einn dag en eigandi stöðvarinnar, Þröstur Jón Sigurðsson, ákvað að loka strax aftur og baðst afsökunar á því að hafa opnað.

Opið er í stærstu líkamsræktarstöð landsins, World Class. Ekkert hefur gengið hjá man.is að ná í forsvarsmenn stöðvarinnar en með samtölum við ákriftarkorthafa og starfsfólk í afgreiðslu kemur í ljós að gjaldfært verður af kortum 1. nóvember fyrir tvær vikur af október. Þrátt fyrir að lokað hafi verið frá 5. – 18. október og svo opnað aftur 19. október – með miklum takmörkunum en aðeins er opið í hóptíma og hámarkið er 19 manns. Þrátt fyrir það hefur reikningur verið sendur út til viðskiptavina og kortin verða gjaldfærð. Gera má ráð fyrir að tugir þúsunda séu í áskrift hjá World Class en vegna mikilla fjöldatakmarka eru alls ekki allir sem komast að, auk þess sem fjölmargir hafa hreinlega ekki áhuga á því að fara í ræktina á meðan ástandið er svona.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira