YouTube-stjarna afhjúpar Bláa lónið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Myndir þú vilja baða þig í skólpvatni frá orkuveri? Breska YouTube stjarnan Tom Scott segist alla jafna ekki myndu mæla með því við nokkurn mann, en staðreyndin sé hinsvegar sú að það sé einmitt það sem Bláa lónið heimsfræga á Íslandi er. Myndbandið hefur nú þegar fengið hátt í milljón áhorf á tæpum sólarhring, síðan það birtist fyrst í gær.

Tom Scott rekur eigin YouTube-rás þar sem hann sviptir hulunni af ýmsum lítt þekktum staðreyndum og fræðir áhorfendur sína, sem að jafnaði eru um 3 milljónir, um tækni, vísindi o.fl. Þótt fáir erlendir ferðamenn hafi getað heimsótt Bláa lónið þetta árið vegna ferðatakmarkana, var Scott greinilega einn þeirra og fer hann ofan í saumana á því hvað nákvæmlega sé á bak við hina áferðarfallegu ímynd Bláa lónsins.

„Stjórnendurnir eru mjög orðvarir þegar kemur að því hvernig þetta er sett fram. Þau vilja heldur leggja áherslu á þau jákvæð áhrif sem fullyrt er að kísillinn í vatninu hafi á heilsu og húð. En…þegar allt kemur til alls er þetta skólp frá orkuveri,“ segir Scott og leynir ekki kaldhæðninni. Þökk sé áratuga uppbyggingu og markaðsherferðum sé Bláa lónið þekkt sem eitt af undrum heims og 30 evrur rukkaðar fyrir aðgengi.

Scott hefur auðvitað rétt fyrir sér því Bláa lónið er í raun og sann affallslón jarðvarmavirkjunarinnar í Svartsengi. Þetta vita Íslendingar flestir, en óvíst er hvort það sama eigi við um allar þær milljónir ferðamanna sem dreymir um að skreyta instagram reikninginn sinn með myndum þaðan.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira