500 milljónir í að styrkja spennandi matvælaframleiðslu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Unnið er að því að setja á fór Matvælasjóð til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu. 500 milljónum króna verður varið til stofnunar þessa sjóðs á árinu.

Stofnun sjóðsins er hluti af öðrum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við áhrifum COVID-19.

Unnið hefur verið að stofnun sjóðsins undanfarið ár í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en ákveðið var að flýta vinnunni við að setja sjóðinn á laggirnar til að skapa efnahagslega viðspyrnu þegar þetta veirufaraldrinum líkur.

Áhersla lögð á nýsköpun og sjálfbærni

Matvælasjóður mun hafa það hlutverk að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaði og sjávarútvegi. Sjóðurinn mun styrkja verðmætasköpun við framleiðslu, vinnslu og markaðssetningu matvæla og verður við úthlutun sérstök áhersla lögð á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og almennar aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir Íslendinga vera matvælaþjóð og að Matvælasjóður muni hvetja til aukinnar verðmætasköpunar í landbúnaði og sjávarútvegi til hagsbóta fyrir allt samfélagið.

„Byggjum afkomu okkar öfluga samfélags að stórum hluta á því að nýta auðlindir okkar með sjálfbærum hætti, bæði til sjós og lands,“ er haft eftir Kristjáni í tilkynningu um sjóðinn.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira