Æðisleg risarækjuspjót með kókós, chili og ananas |

Æðisleg risarækjuspjót með kókós, chili og ananas

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Skelfiskur stendur alltaf fyrir sínu þrátt fyrir að sumir virðist hálfpartinn gleyma honum á meðan mesta grilltímabilið stendur yfir. Risarækjur eru einstaklega bragðgóðar og sérlega hentugar á grillið. Hér er afar einföld og sumarleg uppskrift sem hentar vel í garðveisluna, það eina sem þarf að hafa í huga er að henda í smávegis kryddlög kvöldinu áður. 

 Risarækjuspjót með kókos, chili og ananas
16 spjót

Samsetning með suðrænum blæ sem hentar bæði vel sem aðalréttur og smáréttur.

1 dós kókosmjólk
4 msk. sæt chili-sósa
Sriracha-sósa eftir smekk
1 ferskur ananas
400 g risarækjur

börkur af 1 límónuSetjið kókosmjólkurdósina í kæli kvöldið áður. Passið að hrista hana ekki áður en hún er opnuð og takið þykka hlutann úr með skeið en skiljið vökvann eftir. Setjið kókosmjólkina, chili-sósu og Sriracha-sósu í meðalstóran rennilásapoka. Bætið rækjunum út í, lokið pokanum og veltið þeim vel um í honum. Látið í kæli og látið bíða yfir nótt en má vera styttra. Látið grillpinnana liggja í köldu vatni í klukkustund ef viðarpinnar eru notaðir. Takið utan af ananasinum, skerið úr harða hlutann í miðjunni og skerið hann í munnbitastærð. Þræðið rækjur og ananas til skiptis upp á spjótin og grillið við meðalhita þar til rækjurnar eru orðnar fulleldaðar (bleikar á litinn). Dreifið límónuberki yfir og berið fram strax.

Uppskrift/Sólveig Jónsdóttir
Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd/Hallur Karlsson

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira