Æðislegur ítalskur fiskréttur á fimmtán mínútum |

Æðislegur ítalskur fiskréttur á fimmtán mínútum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fiskur er bæði góður og sérlega hollur og ekki skemmir heldur fyrir að hann afar fljótelgur í eldun. Lax tilheyrir flokki svokallaðra feitra fiska og inniheldur mikið magn D-vítamíns sem við þurfum öll á að halda í skammdeginu. Þessi réttur er algert nammi og einhvernveginn finnst öllum hann góður, bæði börnum sem fullorðnum.

Lax með ítölsku ívafi
fyrir 4

800 g laxbitar, skornir í 4-5 cm bita
2 msk. ólífuolía
5-6 msk. grænt pestó, ekki verra ef það er heimagert
1 tsk. chili-flögur
2 msk. sólþurrkaðir tómatar, eða eftir smekk, má líka nota vel þroskaða kirsuberjatómata
100 g rifinn parmesanostur
50 g furuhnetur
hnefafylli basilíka, söxuð
gróft sjávarsalt
svartur nýmalaður pipar

Hitið ofninn í 180°C. Þvoið og þerrið laxabitana. Penslið olíunni á ofnplötuna og raðið laxabitunum á plötuna. Penslið pestóinu á bitana og kryddið með chiliflögunum, skerið tómatana í litlar sneiðar og raðið ofan á bitana. Sáldrið rifnum parmesanostinum yfir og látið u.þ.b. helmingnum af basilíkunni yfir og látið furuhneturnar yfir allt. Kryddið með pipar og salti. Bakið í ofni í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til bitarnir eru eldaðir alveg í gegn. Passið samt að ofelda fiskinn ekki. Berið fram með góðu salati og annað hvort pasta eða kartöflum.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira