Brauðhringir með salvíu, hvítlauk og döðlupestói |

Brauðhringir með salvíu, hvítlauk og döðlupestói

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þetta brauð er dásamlegt nýbakað og hentar vel í helgarbrönsinn.

Brauðhringir með salvíu, hvítlauk og döðlupestói
fyrir 6-8

250 ml mjólk
50 g ósaltað smjör, skorið í litla bita
1 msk. sykur
2 tsk. þurrger
485 g hveiti, auka til að fletja út deigið
½ tsk. sjávarsalt
2 egg
2 hvítlauksgeirar, í hýðinu
1 hnefafylli salvía, laufin tekin af stilkunum, auka til að dreifa yfir brauðið. Hér er einnig hægt að nota ferkst tímían eða rósamarín og saxa þá smátt.
125 ml jómfrúarolía
150 g rifin sterkur Gouda-ostur, hér er einnig hægt að nota Emmental-ost
65 g þurrkuð trönuber
70 g pistasíukjarnar, saxaðir gróft niður

Setjið helminginn af mjólkinni í lítinn pott á háan hita og komið upp að suðu. Takið mjólkina af hitanum og hrærið smjöri og sykri saman við þar til smjörið hefur bráðnað.

Hrærið restinni af mjólkinni saman við og setjið til hliðar í 5 mín. Hrærið þurrgeri saman við og setjið til hliðar í 5 mín. þar til yfirborðið er byrjað að freyða örlítið. Setjið hveiti, salt, egg og gerblönduna saman í hrærivél og hrærið saman með króknum í um 5 mín. eða þar til deigið hefur komið saman og er slétt.

Smyrjið hreina skál með örlítið af olíu og setjið deigið í skálina. Setjið plast yfir og látið deigið til hliðar í 30 mín. þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Hitið ofn í 200°C. Setjið hvítlaukinn í eldfast mót og eldið í 10-12 mín. í heitum ofni. Takið hvítlaukinn úr ofninum og láti hann kólna örlítið. Kreistið hvítlaukinn úr hýðinu og setjið í matvinnluvél ásamt 1 hnefafylli af salvílaufum og 80 ml af olíu.

Maukið saman þar til allt hefur samlagast, setjið til hliðar. Fletjið deigið út í ferhyrning sem er u.m.þ.b. 32X35 cm á hreinu vinnuborði sem hefur verið dustað með örlitlu hveiti. Smyrjið deigið með salvíu-hvítlauksblöndunni (skiljið eftir örlítið af olíunni til að pennsla þegar brauðið er bakað) og dreifið osti, trönuberjum og pistasíum jafnt yfir deigið. Skerið deigið í tvennt langsum. Byrjið á lengri kantinum og rúllið deiginu upp í hólk. Skerið hvern hólk í um 16 sneiðar.

Raðið sneiðunum í smurt 24 cm eldfast mót eða pönnu sem má fara inn í ofn. Setjið plast yfir formið og setjið til hliðar í um 30 mín. eða þar til deigið hefur tvöfaldast að stærð. Fjarlægið plasfilmuna og smyrjið deigið með restinni af olíunni. Bakið í heitum ofni í 20-22 mín. eða þar til brauðið er gullinbrúnt að lit og eldað í gegn. Dreifið auka salvíulaufum yfir og bakið áfram í um 4 mín. þar til salvían er orðin stökk. Berið fram volgt með smjöri eða döðlupestó.

Döðlupestó
300 g sólþurrkaðir tómatar í olíu
100 g steinlausar svartar ólífur
10 stk. mjúkar döðlur, hægt er að nota þurrkaðar döðlur en þá er gott að leggja þær í bleyti í volgu vatni í nokkrar mín. til að mýkja þær upp
1 hvítlauksgeiri, fínt saxaður
70 g hreinn fetaostur, mulin niður í höndunum
1 ½ dl kasjúhnetur, gróflega saxaðar
1 ½ dl klettasalat, skorið gróflega niður
Setjið sólþurrkuðu tómatana og ólífurnar í sigti. Skerið döðlurnar og fjarlægið steinana. Setjið tómatana, ólífurnar, döðlurnar og hvítlaukinn saman í matvinnsluvél og vinnið saman í stuttum slögum. Ekki mauka alveg saman, áferðin á að vera gróf. Setjið blönduna í skál og hrærið fetaosti, kasjúhnetum og klettasalati saman við.

Umsjón/Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd/Aldís Pálsdóttir

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira