„Erum að fara að bjóða venjulegu fólki og matgæðingum upp á algjöra veislu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vefverslunin Gott og blessað verður opnuð í næsta mánuði. Að sögn eins eiganda Gott og blessað verður þá hægt að versla ýmsa matvöru sem fólk hefur hingað til þurft að sækja heim á hlað til bænda og smáframleiðanda.

Jóhanna Björnsdóttir, einn af stofnendum Gott og blessað, segir að í versluninni verði fjölbreytt úrval af íslenskum matvælum fáanlegt. Á vefnum geta viðskiptavinir þá valið af hvaða bónda eða framleiðanda er verslað. Svo er pöntunin ýmist send heim að dyrum eða á næsta pósthús. Einnig verður hægt að sækja pöntunina í vöruhús fyrirtækisins.

„Við munum eingöngu selja íslenskar vörur,” segir Jóhanna spurð nánar út í vöruúrvalið sem hún segir vera einstakt. Hún segir að í mörgum tilvikum séu þetta vörur sem ekki hafa verið fáanlegar í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu.

„Við munum eingöngu selja íslenskar vörur.”

„Við erum að fara að bjóða venjulegu fólki og matgæðingum upp á algjöra veislu. Ef matarboð er í vændum væri t.d. hægt að panta sér fjórar ribeye steikur frá tilteknum bónda, 200 gr. af humri ásamt meðlæti og velja afhendingu rétt fyrir matarboðið, hvort sem það er nokkrum dögum síðar eða sama dag,“ útskýrir Jóhanna.

„Með því að versla við okkurer viðskiptavinurinn að tryggja sér gæðavöru úr íslensku hráefni og styðja þannig við okkar frábæru smáframleiðendur, stuðlar að sjálfbærni Íslendinga í matvælaframleiðslu og minnka kolvetnissporið og matarsóun.”

Í vöruhúsi Gott og blessað, þangað sem viðskiptavinir geta sótt pöntun sína, verður einnig lítil kjörbúð.

„Þeir sem vilja sækja pöntunina sína til okkar verða fyrir skemmtilegri upplifun því vörurnar verða afhentar í lítilli kjörbúð. Kjörbúðin verður smekkfull af ýmsum fallegum matvörum sem hægt er að kaupa á staðnum ef viðskiptavinurinn vill bæta einhverju við pöntunina.”

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Ballarin á leynifundi með Ármanni

Orðrómur Ein stærsta ráðgátan eftir útboð Icelandair er höfnunin á tilboði athafnakonunnar Michael Roosevelt Ballarin sem hermt er...

Askja innkallar Mercedes-Benz X-Class

Bílaumboðið Askja ehf. innkallar nú 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar framleiddar árin 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki...