Fáðu þitt eigið bragð í fetaostinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íslendingar tóku fetostinum fagnandi á sínum tíma og hann er að margra mati algerlega ómissandi í salat. Flestir kaupa hann olíuleginn í krukku þar sem hann hefur fengið að marínerast í dágóðan tíma og soga í sig krydd og olíu.

Til tilbreytingar er gaman að gera heimagerðan kryddlög en hægt er að kaupa hreinan fetaost í kubbum í verslunum. Hér er ein tillaga úr eldhúsi Gestgjafans en vissulega er gaman að leika sér með allskonar krydd og bragðefni.

Fetaostur í olíu

1 kubbur fetaostur
2 dl ólífuolía
1 ½ sítróna, safinn notaður
½ tsk. kumminfræ
½ tsk. piparkorn
2-3 tímíangreinar, saxaðar gróft
2 rósmaríngreinar, saxaðar meðalgróft
1 tsk. chili-flögur
1 stór krukka

Skerið fetaostinn í teninga. Hellið olíunni og sítrónusafanum í krukkuna og bætið kryddinu saman við og blandið vel saman. Vökvinn þarf að ná u.þ.b. yfir miðja krukku. Setjið fetaostinn ofan í krukkuna, ef olían nær ekki að þekja ostinn þarf að bæta meiri olíu út í þar til hún fer alveg yfir ostinn. Ef osturinn kemst ekki allur ofan í krukkuna er ágætt að pakka honum inn og bæta svo bara út í þegar minnka fer í krukkunni því olíuna er hægt að nota áfram. Látið liggja í a.m.k. 2 tíma áður en ostsins er neytt. Osturinn geymist í ísskáp í a.m.k. 2-3 vikur.

Mynd: Hákon Davíð Björnsson

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -