Fiskmarkaðurinn flytur inn á Grillmarkaðinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fiskmarkaðurinn og Grillmarkaðurinn sameina krafta sína og Fiskmarkaðurinn flytur inn á Grillmarkaðinn.

Breytingarnar eru tilkynntar á Facebook-síðu Fiskmarkaðarins, en veitingastaðirinn eru báðir í eigu Hrefnu Rósu Sætran og eru báðir í miðbænum, í göngufæri á milli staða.

Fiskmarkaðurinn poppaði upp á Grillmarkaðnum síðustu tvær helgar og sló uppátækið í gegn og mun því halda áfram.

„Þannig getum við til dæmis verið með fjölbreyttari matseðil og meira úrval af take away fyrir ykkur elsku vinir. Nú þarft þú ekki að velja á milli Fisk eða Grillmarkaðsins heldur kemur bara á einn stað og færð allt það sem þig langar í. Sushi, steik, kóngarækju, grísarif, hnetusteik, hvítsúkkulaðiostaköku.“

Fiskmarkaðurinn verður að veislusal og verður boðið þar á 20-100 manna einkaveislur sniðnar að höfði veisluhaldara með mat frá veitingastöðunum.

„Við erum mjög spennt fyrir þessum breytingum, hlökkum til að sameinast og gera gott ennþá betra.“

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira