„Fullkomið tækifæri“ fyrir þá sem luma á góðri hugmynd

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Gréta María Grétarsdóttir, stjórnarformaður Matvælasjóðs, mun kynna nýja sjóðinn og helstu áherslur á opnum kynningarfundi á morgun, miðvikudag.

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Matvælasjóður var settur á laggirnar fyrr á árinu og áherslur sjóðsins er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt.

Gréta María er spennt fyrir því sem koma skal. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það hefur verið skemmtilegt að vinna þetta verkefni í sumar og nú er loksins verið að opna fyrir umsóknir,“ segir Gréta María í samtali við Gestgjafann.

Markmið Matvælasjóðs er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Á morgun mun Gréta María fara yfir ferlið fyrir áhugasama. „Þetta er t.d. fullkomið tækifæri fyrir þá sem hafa gengið með hugmynd í maganum í langan tíma, þá getur viðkomandi sótt um styrk að hámarki þrjár milljónir og farið út í að kanna hvort hugmyndin sé framkvæmanleg. Svo í framhaldi, þegar hugmyndin er fullmótuð, þá er hægt að sækja um hærri styrki, allt að 30 milljónir.“

„Margir hafa áhuga á að nýta það hráefni sem fellur til í framleiðslu hjá öðrum og það er gaman að sjá.“

Gréta segir ekki vanta upp á hugmyndaauðgi fólks, hún býst við að sjóðnum berist margar spennandi umsóknir. „Við höfum fengið talsvert af fyrirspurnum í sumar þannig að það er gaman að geta loksins farið almennilega af stað. Það hefur líka orðið svo mikil vakning undanfarið hvað nýtingu og sjálfbærni varðar, margir hafa áhuga á að nýta það hráefni sem fellur til í framleiðslu hjá öðrum og það er gaman að sjá,“ útskýrir Gréta.

Hún hvetur áhugasama til að fylgjast með fundunum á morgun. „Við vonum að við getum komið spennandi verkefnum áfram, bæði verkefnum sem hafa kannski legið í dvala og þeim sem eru í startholunum.“

Fundurinn er frá 9.00 til 10.30 og honum verður streymt á vef Stjórnarráðsins www.stjornarradid.is.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Ballarin á leynifundi með Ármanni

Orðrómur Ein stærsta ráðgátan eftir útboð Icelandair er höfnunin á tilboði athafnakonunnar Michael Roosevelt Ballarin sem hermt er...

Askja innkallar Mercedes-Benz X-Class

Bílaumboðið Askja ehf. innkallar nú 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar framleiddar árin 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki...