Geggjað klettasalatpestó sem setur punktinn yfir i-ið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Grænmeti býður upp á endalausa möguleika þegar að matreiðslu kemur. Við settum saman nokkra fljótlega grænmetisrétti í tilraunaeldhúsi Gestgjafans fyrir skömmu, uppskriftirnar má finna í nýjasta Gestgjafanum.

Sætkartöflubátar með klettasalatpestói var einn þeirra rétta sem féll vel í kramið en það sem gerir bátana svo dásamlega góða er pestóið sem setur punktinn yfir i-ið. Hér deilum við uppskriftinni að pestóinu.

Klettasalatpestó

1 hvítlauksgeiri, gróflega skorinn
½ tsk. sjávarsalt
2 hnefafylli klettasalat
½ hnefafylli steinselja
60 g möndlur, án hýðis
u.þ.b. 100 ml ólífuolía
70 g parmesanostur, rifinn fínt

Setjið hvítlauk, salt, klettasalat, steinselju og möndlur saman í matvinnsluvél og maukið saman í stuttum slögum. Skafið niður hliðarnar á skálinni og bætið olíu og parmesanosti saman við.

Maukið þar til allt hefur samlagast vel en pestóið en enn þá frekar gróft. Bragðbætið með salti og setjið til hliðar þar til fyrir notkun.

Pestóið bragðast dásamlega með bökuðu sætkartöflubátunum, þú finnur uppskriftina að þeim í nýjasta Gestgjafanum.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira