Geggjað sveppa-Wellington – frábært meðlæti með jólasteikinni eða bara sem jólasteikin sjálf

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þótt jólasteikin sé vissulega heilög þá eru margir á því að meðlætið sé ekki síðra og sumir ganga svo langt að segja það meira að segja mikilvægara en steikin sjálf. Hvað sem hverjum finnst þá höfum við hér á Gestgjafanum tekið eftir því undanfarin ár að fólk er oft til í að prófa nýtt meðlæti með hátíðarmatnum frekar en að breyta jólamatnum sjálfum.

Þessi uppskrfit að sveppa-Wellington með blámygluosti og spínati er algert sælgæti bæði sem meðlæti og sem aðalréttur hjá þeim sem eru til dæmis grænmetisætur.

Uppskriftin sló í gegn í jólablaði Gestgjafans í fyrra en þess má geta að meðlætisþátturinn í nýjasta jólablaðinu okkar inniheldur úrval að gómsætum og spennandi uppskriftum sem passa með fjölbreyttum jólamat.

Í nýja jólablaðinu finnur þú svo fleiri spennandi uppskriftir að sælkerameðlæti með jólamatnum. Myndir / Hallur Karlsson

Sveppa-wellington með blámygluosti og spínati

fyrir 6

300 g spínat
1 msk. ólífuolía
30 g ósaltað smjör
1 laukur, skorinn fínt
700 g
kastaníusveppir og
portobello-sveppir,
skornir í þunnar
sneiðar
2 hvítlauksgeirar,
kramdir
30 ml brandí
3 greinar timían,
laufin tekin af og
söxuð fínt
100 g furuhnetur,
ristaðar
180 g blámygluostur
1-2 tsk. sjávarsalt
½-1 tsk. nýmalaður
svartur pipar
2 msk. hveiti
500 g smjördeig
1 egg
1 msk. mjólk

Sjóðið spínatið í heitu vatni í 2 mín. Sigtið vatnið frá og látið kólna. Kreistið allan vökva
frá spínatinu og setjið það til hliðar.

Hitið pönnu með olíu og steikið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið smjöri á pönnuna ásamt sveppunum og steikið þar til sveppirnir eru byrjaðir að brúnast. Ef pannan er ekki nægilega stór gæti þurft að steikja sveppina í tveimur til þremur skömmtum þannig að þeir verði ekki soðnir.

Bætið hvítlauknum saman við sveppina og steikið áfram í 2 mín. Hellið brandí saman við og eldið þar til vínið hefur soðið alveg niður. Bætið timíani út í og hellið sveppunum yfir í skál.

Látið sveppina kólna og hrærið því næst furuhnetunum saman við. Myljið blámygluostinn yfir ásamt spínatinu og hrærið saman. Bragðbætið með salti og pipar.

Leggið plastfilmu á hreint vinnuborð og hafið hana u.þ.b. 60 cm langa. Hellið sveppablöndunni í miðjuna á plastfilmunni og rúllið henni upp þannig að myndist u.þ.b.
30 cm langur hleifur. Rúllið upp endunum á plastfilmunni þannig að þeir séu vel lokaðir.

Setjið í kæli í 1 klst. eða í frysti í 30 mín. Hitið ofn í 220˚C og setjið smjörpappír á ofnplötu.
Takið smjördeigið úr kæli 10 mín. áður en það er notað. Hrærið egg og mjólk saman í litla skál og setjið til hliðar. Sáldrið hveiti yfir hreint vinnuborð og rúllið smjördeigið út með
kökukefli þannig að það mælist 40 cm x 35 cm.

Mynd / Unnur Magna

Fjarlægið plastfilmuna af sveppafyllingunni og leggið fyllinguna í miðjuna á smjördeiginu. Hafið 5-7 cm bil á hvorum endunum. Leggið smjördeigið yfir sveppafyllinguna og látið
sárið snúa niður. Snyrtið smjördeigið til þannig að það sé þétt upp við fyllinguna. Notið
gaffal til að þrýsta endunum á smjördeiginu niður þannig að deigið lokist vel. Ef vill má skera út afgangssmjördeigið í til dæmis laufblöð og nota sem skraut. Penslið deigið
með eggjablöndunni.

Setjið „wellingtonið“ á ofnplötuna og bakið í 25-30 mín. eða þar til smjördeigið er fallega gullinbrúnt á lit. Takið úr ofninum og látið kólna örlítið áður en það er skorið. Rétturinn er góður einn og sér sem aðalréttur eða sem meðlæti með kjöti.

Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Unnur Magna

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

Svavar Gestsson látinn

Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í nótt. Þetta kemur...
- Auglýsing -