Geggjaði einfaldi teriyaki-laxinn sem allir biðja um aftur og aftur! |

Geggjaði einfaldi teriyaki-laxinn sem allir biðja um aftur og aftur!

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fiskur er ekki bara afbragðsgóður, heldur er hann líka einstaklega hollur og svo er fiskur á Íslandi staðbundið hráefni sem ekki er flutt langt að með flugi. Flestir elska bleikan fisk eins og lax og silung og hann er auðvelt og fljótlegt að elda.

 

Hér er ein geggjuð uppskrift sem slær alltaf í gegn á mínu heimili og tekur örskotsstund að elda. Fyrir þá sem vilja gera uppskriftina aðeins meira djúsí þá mæli ég með að bæta við smátt skornu fersku chili-aldini til að gera réttinn seterkan og ef þið eigið kasjúhnetur í skápnum er tilvalið að rista þær og skella ofan á í lokin, það gerir skemmtilega stökka áferð.

Bakaður teriyaki-lax með sveppum
fyrir 4-6

4 msk. olía
1 meðalstórt laxaflak (800-1000 g)
1 box kastaníusveppir
3 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir
2 cm engiferrót, smátt söxuð
2 dl teriyaki-sósa
safi úr ½-1 sítrónu
2 dl ferskt kóríander, saxað
ferskur svartur pipar

Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið stórt, eldfast mót með 2 msk. af olíu og leggið laxaflak ofan í. Saxið sveppi frekar fínt og setjið ofan á laxinn ásamt hvítlauk. Hellið teriyaki-sósu, sítrónusafa og restinni af olíunni yfir. Bakið í u.þ.b. 15 mín. í ofni eða þar til laxinn er tilbúinn. Eldunartíminn fer svolítið eftir þykkt flaksins. Stráið fersku kóríander og pipar yfir laxinn áður en hann er borinn fram. Berið laxinn fram með hrísgrjónum og gufusoðnu grænmeti, t.d. spergilkáli.

Ljósmynd/Karl Petersson

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira