Gestgjafinn: Salat með reyktum laxi – hollt og sjúklega gott

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Reyktur fiskur er bæði fallegur og hollur kostur. Það er ótrúlega einfalt að galdra fram fínlega og góða rétti úr reyktum laxi og um að gera að vera ekkert að flækja málin mikið, bara að leyfa hráefninu að njóta sín til fulls.

Núðlusalat með reyktum laxi
fyrir 2
u.þ.b. 150 g eggjanúðlur
1-2 msk. sesamolía
u.þ.b. 200 g reyktur lax, skorin í bita
1 lárpera, skorin í bita
½ gúrka, skorin í bita
hnefafylli ferskur kóríander, saxaður
3-4 msk. sesamfræ, ristuð
safi úr 1 límónu

Sjóðið núðlurnar skv. leiðbeiningum á pakka. Sigtið vatnið frá og blandið sesamolíu saman við núðlurnar.
Blandið þá restinni af hráefninu saman og berið fram með sojasósu

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Rakel Ósk Sigurðardóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira