Allir elska stökka og bragðgóða kjúklingavængi sem borðaðir eru með höndunum. Kjúklingavængir eru ekki flóknir í matreiðslu og þeir eru frábær smáréttur um 5 leytið með ísköldum bjór hvort sem er ófáfengum eða áfengum. Hér er skoteheld uppskrift sem klikkar ekki og allir elska, en hafið í huga að rétturinn rífur í.
Gott er að hafa blautt handstykki við höndina þegar þessir kjúklingavængir eru borðaðir þar sem þeir klístrast vel við fingurna. Hægt er að nota marineringuna í þessum rétti til að hella yfir heilan kjúkling en einnig til að marinera bæði lambakjöt og grísakjöt.
fyrir 4
125 ml Sriracha chili-sósa eða önnur góð ósæt chili- -sósa
120 g hunang
2 msk. sojasósa
2 hvítlauksgeirar, maukaðir
800 g kjúklingavængir
sýrður rjómi til að bera fram, bæði hægt að nota
18% eða 36%
1 msk. söxuð steinselja, má sleppa
Hitið ofn í 180°C. Setjið sriracha-sósu, hunang, sojasósu og hvítlauk í stóra skál og blandið saman. Takið 70 ml af kryddleginum og setjið í litla skál til hliðar. Setjið kjúklinginn í stóru skálina og blandið vel saman. Setjið plastfilmu yfir og setjið inn í kæli í 20 mín. Setjið kjúklinginn á bökunarplötu með bökunarpappír. Passið að nóg pláss sé fyrir vængina og þeir fari ekki hver yfir annan, ef það gerist er gott að setja kjúklinginn á 2 bökunarplötur, fer eftir ofnstærð. Eldið kjúklinginn í 15 mín. takið út úr ofninum og snúið kjúklingavængjunum við og penslið með restinni af marineringunni. Eldið áfram í 15-20 mín. eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Berið fram með sýrðum rjóma og skreytið með steinselju ef vill.
Mynd: Unnur Magna