Haustlegur ginkokteill með rósmarínssírópi – spennandi bragðsamsetning

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er alltaf gaman að gera sinn eigin kokteil og enn skemmtilegra er að búa til sykursíróp frá grunni eins og gert er hér. Þessi bragðsamsetning er einstaklega góð og minnir svolítið á haustið.

Gin með rósmarínsírópi
1 viskíglas

einfalt rósmarínsíróp:
2 dl sykur
2 dl vatn
3 rósmarínstilkar

Setjið allt í pott og látið sykurinn leysast upp í vatninu á meðalhita. Blandan á alls ekki að brúnast. Setjið til hliðar og látið standa í 3-4 tíma. Takið rósmaríngreinarnar frá og hellið í sótthreinsaða flösku eða krukku. Sírópið geymist í ísskáp í allt að mánuð.

1 ½ sjúss The Botanist-gin
1 sjúss einfalt rósmarínsíróp
2 sjússar trönuberjadjús
1 sjúss límónusafi
klakar

Setjið klaka í glasið og látið restina af hráefninu saman við, hrærið varlega í með langri skeið. Ginmagnið hér er smekksatriði og þeir sem vilja geta sett meira gin.

Mynd: Aldís Pálsdóttir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira