Kartöfluflögur og harðfiskur „hið fullkomna nesti“ |

Kartöfluflögur og harðfiskur „hið fullkomna nesti“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Þetta er hið fullkomna nesti,“ segir Rúnar Ómarsson hjá Bifröst Foods um Fish & Chips snakkið.

„Hugmyndin að snakkinu varð til í fjallahjólaferð en í slíkum ferðum hef ég oft verið að fá mér kartöfluflögur annars vegar og harðfisk hins vegar. Það er fullkomin blanda af kolvetnum og próteini. Ég eyddi talsverðum tíma í að smakka allskyns harðfisk og kartöflur, og mismunandi krydd en á endanum tel ég mig vera kominn með hið fullkomna snakk. Í hverjum hundrað gramma poka eru þrjátíu grömm af bitafisk, og sjötíu grömm af handgerðum íslenskum kartöfluflögum. Sérstaða vörunnar er að þessi útfærsla er fislétt en samt ígildi heillar, hollrar og góðrar máltíðar,“ segir Rúnar.

Hann segir snakkið vera að fá mjög góðar viðtökur frá fólki á öllum aldri, sérstaklega fólki sem stundar íþróttir af einhverju tagi.

Rúnar segist hafa þróað vöruna með það í huga að auka sölu harðfisks erlendis en hann segir viðbrögðin hér heima einnig hafa verið mikil.

„Ég hef fengið algerlega frábærar móttökur hér heima. Fyrstu staðirnir sem vildu hafa snakkið til sölu var annars vegar hjólabrettaklúbbur þar sem unga fólkið tók vörunni opnum örmum og hins vegar golfklúbbur þar sem aðeins eldri hópur var alveg jafn hrifinn. Hlauparar og hjólafólk hefur líka verið gríðarlega ánægt með vöruna.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira