Kokkurinn sviptir hulunni af matarvenjum Elísabetar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fyrrverandi kokkur bresku konungsfjölskyldunnar, Darren McGrady, heldur úti YouTube síðu þar sem hann m.a. sviptir hulunni af mataræði Elísabetar Bretlandsdrottningar og segir áhorfendum frá hennar uppáhaldsmat.

McGrady starfaði fyrir drottninguna í heil 15 ár og veit því eitt og annað um matarvenjur hennar.

Myndbönd hans hafa vakið mikla athygli. Í þeim hefur hann meðal annars greint frá því að drottningin borði fjórar máltíðir á dag og vilji litla skammta.

Einfaldleiki einkennir morgunmatinn, tebolli og kexkaka og morgunkorn verður yfirleitt fyrir valinu. Í hádeginu fær drottningin sér gjarnan grillaðan fisk eða grillaða kjúkling og spínat eða kúrbít.

Breskar skonsur með sultu og rjómaosti og tebolli er í uppáhaldi hjá drottningunni þegar kemur að eftirmiðdagskaffinu. Það fylgir sögunni að hún smyr sultunni fyrst á skonsuna og svo rjómaostinum.

Enginn skyndibiti

Á meðan McGrady starfaði fyrir Elísabetu voru að jafnaði 20 kokkar sem störfuðu í eldhúsi drottningarinnar hverju sinni. Venjan var sú að drottningin fékk matseðil tvisvar í viku og gat þá valið máltíðirnar sem hún vildi borða næstu daga.

McGrady hefur greint frá því að drottningin sagði starfsfólki eldhússins aldrei hreint út ef henni mislíkaði einhver matur en ef hún þurfti að koma einhverju til skila til kokkanna þá sendi hún þeim handskrifuð skilaboð.

Drottningin elskar svo súkkulaði að sögn McGrady en er ekki hrifin af hvítlauk. Hann segir drottninguna ekki vera skyndibitaaðdáanda og aldrei hafa óskað eftir slíkum mat.

YouTube-myndböndin hans má skoða hérna.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Bókin Grænkerakrásir hlaut eftirsótt Gourmand-verðlaun

Matreiðslubókin Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar: vegan uppskriftir fyrir mannúðleg matargöt eftir sælkerann og fjölmiðlakonuna Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur hlaut...