Kvöldmaturinn kominn – geggjuð frittata með bökuðu grænmeti

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Frittata eru í raun ítölsk útgáfa af eggjakökum en þá er eggjablanda með hráefni steikt á annarri hliðinni og svo er eldunin kláruð í ofni. Hér eru notaðar marglitar gulrætur sem fást t.d. í Hagkaup. Mjög gaman að breyta til og prófa slíkt en auðvitað er hægt að nota venjulegar gulrætur. 

1 meðalstór sæt kartafla, afhýdd og
skorin í bita
3-4 stórar gulrætur skornar í frekar
þunnar sneiðar
2 tsk. garam masala
salt og pipar
2-3 msk. ólífuolía
10 egg
250 ml rjómi
600 g brúnir kastaníusveppir, saxaðir gróft
1 dl sultaður laukur
250 g sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
150 g fetaostur
1 msk. steinselja, söxuð

Hitið ofninn í 180°C. Setjið gulrætur og sætar kartöflur í eldfast mót og kryddið með garam masala, pipar og salti. Dreypið ólífuolíu yfir, blandið vel og bakið í ofni í 10-15 mín. eða þar til grænmetið hefur bakast vel. Brjótið eggin í skál og blandið rjómanum saman við, setjið til hliðar. Setjið 1 msk. af ólífuolíu á pönnu og steikið sveppina í nokkrar mínútur. Setjið grænmetið úr ofninum saman við og hellið eggjablöndunni yfir. Minnkið hitann svo kakan brenni ekki. Setjið sultaða laukinn, sólþurrkaða tómata og fetaost ofan á og bakið í ofni í 15 mín., eða þar til kakan hefur tekið góðan lit. Skreytið með saxaðri steinselju. Berið fram með góðu salati. Uppskriftin dugir fyrir u.þ.b. fjóra.

Uppskrift: Bergþóra Jónsdóttir
Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd: Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira