Ljúffengt edamame- og avókadómauk sem fullkomnar fiskréttinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í veglega „Best off 2020“-blaðinu okkar finnur þú fjölbreyttar uppskriftir fyrir hvert tilefni. Djúsí súkkulaðikökur, meinholl salöt og allt þar á milli leynist í þessu spennandi blaði. Í því er einnig að finna kafla með fiskréttum sem slógu í gegn í eldhúsi Gestgjafans á árinu.

Hér deilum við uppskrift að ljúffengu edamame- og avókadómauki sem fullkomnar fiskréttinn. Á myndinni má einnig sjá laxabuff og tartarsósu með bökuðum hvítlauk. Þetta er réttur sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur.

LJÚFFENGT EDAMAME- OG AVÓKADÓMAUK

1 avókadó
60 ml nýkreistur límónusafi
1 msk. grísk jógúrt
½ tsk. sjávarsalt
¼ tsk. nýmalaður svartur
pipar
350 g edamame baunir,
soðnar í 4 mín., kældar og
teknar úr hýðinu
2-3 tsk. ólífuolía

Setjið avókadó, límónusafa, gríska jógúrt, sjávarsalt, pipar og 280 g af edamame baunum
saman í matvinnsluvél og maukið saman í stuttum slögum þar til allt hefur samlagast en
er ennþá frekar gróft. Setjið í skál og sáldrið yfir restinni af baununum ásamt ólífuolíu.

Við mælum með að þú nælir þér í eintak af „Best off 2020“-blaðinu á meðan tækifæri gefst.

Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Mynd / Hákon Davíð

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -