Lostæti úr læk – ofnbakaður lax með tómatsalsa

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lax er vinsæll matur á heimilum Íslendinga en á þessum árstíma er hann sérstaklega ferskur og góður. Í miðri viku eru allir að leita að einhverju góðu og einföldu að elda og fiskur í ofni er afar handhægur. Þessi réttur er mjög bragðgóður og slær alltaf í gegn og vissulega má leika sér með hráefni og bæta við fleiri kryddjurtum eins og steinselju og dilli.

Ofnbakaður lax með tómatsalsa
Fyrir 5-6 manns

1 laxaflak
salt og pipar
1 sítróna
1 dl ólífuolía
300 g smjör
6 tómatar
2 rauðlaukar
3 hvítlauksgeirar
hnefafylli basillauf
1 msk. balsamic-gljái

Hitið ofninn í 200°C. Setjið laxinn í eldfast mót með smjörpappír undir. Kryddið fiskinn með salti, pipar og rifnum sítrónuberki og penslið ½ dl af ólífuolíu yfir hann. Skerið smjörið í teninga og setjið ofan á laxinn. Bakið í ofni í 13 mín.

Á meðan hann bakast er fínt að útbúa tómatsalsa. Skerið tómata, rauðlauk, hvítlauk og basillauf smátt og setjið í skál með ½ dl af ólífuolíu og balsamic-gljáanum. Blandið þessu öllu saman.

Þegar laxinn er tilbúinn er tómatsalsað sett yfir hann.

Uppskrift /T heodór Smith
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira