Meistarakokkur gefur út matreiðslubók og býður marókóskan mat í „take away“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumaður og eigandi veitingastaðanna Sumac grill + drinks og Óx á Laugavegi gleður matáhugamenn landsins, því kappinn er að senda frá sér matreiðslubók.

Þráinn sem er fyrrum þjálfari kokkalandsliðsins og fólk hans á Sumac og Óx hefur boðið matgæðingum upp á marókóskan mat á Sumac, á meðan leyndasti veitingastaður landsins, Óx, býður upp á öðruvísi íslenskan gamaldags mat í nýjum búningi í bland við klassíska evrópskra matargerðalist.

Grillað flatbrauð með hummus og paprikukremi
Mynd / Aldís Pálsdóttir

Það verður því spennandi að sjá hvernig bókin, sem kemur út í lok nóvember mun líta út.

Bakað blómkál
Mynd / Aldís Pálsdóttir

Núna er Þráinn Freyr í sömu stöðu og aðrir veitingamenn að mega aðeins hleypa inn hámark 20 gestum að frátöldu starfsfólki og hafa opið til klukkan 21. Sumac býður hins vegar upp á „take away“ í takmarkaðan tíma og má finna upplýsingar um það á Facebook-síðu staðarins.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira