Sælkeraflatbrauð frá Líbanon með chili-sósu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Oft heyrist á heimilum að það sé alltaf það sama í kvöldmatinn og marga langar í raun að breyta til en oft skortir hugmyndir og tíma enda þægilegt að henda í rétti sem fólk er vant að elda. Hér er bjóðum við því upp á eina afar skemmtilega og öðruvísi uppskrift í anda Miðjarðarhafsins þar sem sú matargerð nýtur vinsælda og er í senn góð og spennandi.

Flatbrauð frá Líbanon með grænni chili-sósu
fyrir 4

500 g hveiti
½ tsk. salt
1½ tsk. sykur
1 msk. þurrger
320 ml volgt vatn

ÁLEGG OFAN Á
1 msk. olía
2 skalotlaukar, fínt saxaðir
1 hvítlauksgeiri, fínt saxaðu
1 tsk. malaður kóríander
1 tsk. malað kummin
500 g lambahakk
300 ml kjúklingakraftur
250 ml hrein jógúrt, má vera grísk
2 fersk græn chili-aldin, fínt söxuð
myntulauf af 4 stilkum, söxuð
lauf af 10 kóríanderstilkum, söxuð

Hitið ofninn í 240°C. Blandið hveiti, salti og sykri saman í hrærivélarskál, notið krókinn. Blandið gerinu saman við vatnið og hellið í skömmtum saman við. Bætið við meira hveiti ef þarf. Deigið er tilbúið þegar það er hætt að festast við skálina. Hnoðið deigið örlítið í höndunum eða þar til það er orðið slétt og mjúkt. Skiptið því í fjóra hluta, breiðið stykki yfir og látið hefast í eina klst. Hitið olíu á pönnu og steikið lauk, hvítlauk og krydd í 2 mín. Setjið hakkið út í og hrærið saman með sleif þar til kjötið brúnast. Setjið kjúklingakraftinn saman við og látið sjóða í 15 mín. eða þar til nær allur krafturinn hefur gufað upp. Smakkið og bragðbætið með salti og pipar. Takið af hitanum. Rúllið hverja kúlu út í 20×15 cm stórt flatbrauð. Skiptið hakkinu jafnt yfir, stráið fersku chili-aldini yfir og hluta af jógúrtinni. Bakið í 10 mín. eða þar til brauðið hefur tekið góðan lit. Stráið kryddjurtum yfir þegar brauðin koma úr ofninum. Berið fram með afganginum af jógúrtinni og chili-sósunni.

GRÆN CHILI-SÓSA
2 fersk jalapeno, söxuð gróft,
eða 2 msk. úr krukku
2 stórir hvítlauksgeirar
handfylli kóríander
½ tsk. kardimommuduft
1 tsk. kumminduft
2 msk. sítrónusafi
½ tsk. chili-flögur
sjávarsalt til að bragðbætið með

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Berið fram með flatbrauðinu.

Uppskrift / Bergþóra Jónsdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -