Sælkerar geta glaðst – Ísbúð Omnom verður opnuð á morgun

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ísunnendur og sælkerar geta tekið gleði sína því á morgun opnar sælgætisgerðin Omnom nýja ísbúð á Hólmaslóð á Granda.

Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og annar stofnenda Omnom, sagði í viðtali við Gestgjafann í ágúst að í ísbúð Omnom verði boðið upp á nokkra ísrétti sem verða búnir til og afgreiddir á staðnum. „Svona eins konar millistig á milli desserta og bragðarefs,“ sagði Kjartan.

Hann sagði einnig að sköpunargleði og tilraunastarfsemi muni ráða ríkjum við ísgerðina. „Enda ís og súkkulaði frábær blanda sem býður upp á endalausa möguleika.“

Íbúðin verður í súkkulaðiverksmiðju Omnom úti á Granda þar sem verslun Omnom var áður. Eigendur Omnom hafa endurhannað rýmið að einhverju leyti síðan verslunin lokaði en Kjartan sagði afslappaða og heimilislega stemningu einkenna rýmið.

Ísbúðin opnar klukkan 16.00 á morgun, föstudag.

Sjá einnig: Ein ástælasta sælgætisgerð landsins opnar ísbúð

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira