Geggjuð salsa verde-sósa með grænmetismatnum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hér kemur uppskrift að geggjaðri salsa verde-sósu sem setur punktinn yfir i-ið með grænmetismat. Þessa uppskrift finnur þú í „Best off 2020“-blaðinu okkar en þar finnur þú einnig uppskrift að gómsætum gulrótarklöttum sem við bárum fram með salsa verde-sósunni.

Salsa verde-sósa

½ hnefafylli steinselja, skorin fínt
½ hnefafylli kóríander, skorinn fínt
u.þ.b. 75 ml ólífuolía
1 hvítlauksgeiri, kraminn
2 msk. kapers, skorið gróflega
1 ½ msk. dijon-sinnep
2 msk. rauðvínsedik
½ – 1 tsk. sjávarsalt
¼ – ½ tsk. svartur pipar, nýmalaður

Setjið kryddjurtirnar saman í litla skál og hellið olíu yfir. Hrærið restinni af hráefninu saman við og bragðbætið með salti og pipar. Blandið saman við meiri ólífuolíu ef sósan er of þykk.

Nældu þér í eintak af „Best off 2020“-blaðinu okkar, í því finnur þú m.a. veglegan kafla með uppskriftum að grænmetisréttum, salötum og meðlæti.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -