Sigurður í 4. sæti – Verðlaun fyrir besta fiskréttinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sigurður Laufdal varð í fjórða sæti í Bocuse d’Or í dag og Ísland fékk jafnframt verðlaun fyrir besta fiskréttinn.

Sigurður hafði fimm og hálfa klukkustund til að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 16 dómara. Aðstoðarmaður hans var Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari Þráinn Freyr Vigfússon.

Keppnin fór fram í Tallin í Eistlandi, og árangurinn tryggir Sigurði þátttökurétt í lokakeppni Bocuse d´Or sem fer fram í Lyon í Frakklandi 2021. Norðmenn voru í fyrsta sæti, Danir í öðru og Svíar í því þriðja, en alls kepptu 16 þjóðir um þátttökurétt í lokakeppninni, efstu tíu tryggja sér þáttökuréttinn.

Keppnin hefur verið haldið síðan 1987, en Ísland tók fyrst þátt 1999. Sturla Birgisson náði þá fimmta sæti og síðan hefur Ísland ávallt verið í níu efstu sætum keppninnar. Besti árangur okkar er bronsverðlaun 2001 þegar Hákon Már Örvarsson keppti, og aftur bronsverðlaun 2017 þegar Viktor Örn Andrésson keppti.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira