Þessi fallegi ginkokteill er fremur einfaldur og fljótlegur í undirbúningi en einstaklega bragðgóður. Það er tilvalið að skála í þennan kokteil á nýju ári.
APPELSÍNA OG TRÖNUBER
2 drykkir
30 ml Cointreau-appelsínulíkjör
60 ml gin
30 ml trönuberjasafi
30 ml límónusafi
appelsínubörkur, til skreytingar
Setjið allt hráefnið í kokteilhristara sem hefur verið fyllt með klaka. Hristið mjög vel
og sigtið í kokteilaglas. Skreytið drykkinn með appelsínuberki.
Gestgjafinn óskar lesendum gleðilegs nýs árs.
Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg
Mynd / Hákon Davíð