Ljúffengir smáréttir og fallegir kokteilar fullkomna áramótateitið. Þessi áramót verða klárlega með breyttu sniði en ljúffengur matur og drykkir eru samt ómissandi. Í „best off“-blaðinu okkar finnur þú afar skemmtilegar uppskriftir að kokteilum og smáréttum sem henta til að skála fyrir árinu 2021.
Sem dæmi má nefna þennan skemmtilega rétt sem þú getur reddað á núll einni. Við deilum hér uppskriftinni en mælum með að þú nælir þér í eintak af „best off“-blaðinu þar sem þú finnur fleiri geggjaðar uppskriftir.
Þessi réttur er einstaklega einfaldur en hér skiptir máli að nota gæða salami og góða ólífuolíu. Tilvalinn réttur með fordrykk.
SALAMI-BITAR MEÐ SÍTRÓNU
OG MÖNDLUM
fyrir 4-6 sem smáréttur
500 g salami, skorið í þunnar sneiðar
60 g möndlur, án hýðis
1 sítróna, börkur, rifinn fínt
½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
50-60 ml ólífuolía
2-3 msk. basilíkulauf, skorin gróft
Setjið salami í grunna skál ásamt möndlum og rífið sítrónubörk yfir.
Sáldrið svörtum pipar og ólífuolíu yfir og blandið basilíkulaufum
saman við.
Umsjón / Folda Guðlaugsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hákon Hallur Karlsson
salamiredding á núll einni
margir geggjaðir smáréttir í áramótapartíið
kokteilar
spennandi gin kokteill
Sjá einnig: Bestu uppskriftir ársins 2020 – samantekt sem sælkerar bíða spenntir eftir