Þetta er algert undrahráefni í matargerð að mati Gestgjafans

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kapers er algerlega frábært hráefni í matargerð en magir þekkja það lítið og kunna lítið að nota það sem er synd því það getur breytt hversdagslegum rétti í sælkeramáltið. 

Kapers eins og við þekkjum það hérlendis er í raun frjóhnappur af plöntunni Capparis spinosa. Þegar frjóhnappurinn er tekinn af plöntunni áður en hann verður að blómi kallast það kapers eða caper. Ef frjóhnappurinn er skilinn eftir á plöntunni myndast hvítt og fjólublátt blóm eftir nokkrar vikur. Blómið dettur síðar af og í stað þess myndast lítill ávöxtur sem kallast caper berry eða kapersber. Kapersberið er ekki ósvipað ólífu í útliti og ekki ólíkt í bragði heldur, það hefur þó mildara bragð en frjóhnappurinn.

Bæði kapers og kapersberið þurfa meðhöndlun áður en hægt er að borða það, ekki ósvipað og ólífur. Aðferðin er annaðhvort í vökvaformi þar sem kapersið er sett í edik- og saltlög eða það er grafið í salti. Kapersplantan vex á Miðjarðarhafssvæðinu og yfir 95% af kapers kemur frá eyjunum Salina og Pantelleria sem eru nálægt Sikiley. Uppskerutíminn er frá maí til september þar sem kapersinn er tíndur og meðhöndlaður. Hægt er að geyma kapers lengi í krukku inni í kæli en hann gefur skemmtilegt bragð í marga rétti og er til dæmis ómissandi í tartarsósu.

Ef nota á kapers í heita rétti er gott að bæta því út í réttinn í lok eldunar til að halda sem mestu af bragðinu. Kapers gerir allan mat að sælkeramat en það er sérlega gott með fiskmeti, í pestó og sósur og einnig er það gott í grænmetisrétti, í pasta og pítsur, með kjúklingi og svínakjöti og það er lostæti á smurbrauð t.d. með reyktum laxi. Hafið þó í huga að kapers er fremur salt og því þarf að fara varelga með það.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira