Þetta eru græjurnar sem þú þarft að eiga fyrir vínið þitt

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Víða um heim eru vínfræði orðin að tískufyrirbæri og sérfræðingum fjölgar hratt. Það er langt síðan álitið var að Frakkar vissu allt um vín og í raun væri bara nóg að vera franskur.

En í dag eru „nördar“ alls staðar í heiminum, vínklúbbakeppnir eru svo og algengar, safnarar eru margir afar virkir og hillur verslana hafa fyllst af ýmsum tækjum og tólum fyrir vínháhugamenn. Yfirleitt er þessi vara í dýrari kantinum en hún er oftast seld í sérbúðum jafnvel undir vörumerkjum sem heyra til tískuheimsins. Þessar vörur eru vinsælar tækifærisgjafir fyrir vínáhugamanninn, en hvað af þessu er virkilega nauðsynlegt að eiga? Að okkar mati hér á Gestgjafanum eru það þessar fjórar græjur hér að neðan.

1. Góður upptakari. Hann ætti að vera til á hverju heimili, sá besti er sá einfaldasti, svokallaður sommelier-upptakari sem fellur vel í hendi og er stöðugur.
2. Góð karafla, helst tvær: eina með breiðum botni til að umhella ungum vínum og eina belgmikla til að umhella eldri og viðkvæmari vínum.
3. Hitamælir, besti er infrarauðan sem snertir ekki vínið eða flöskuna sem á að mæla.
4. Loftdæla og viðeigandi tappi til að tæma súrefni úr flöskunni svo að vínið geymist lengur.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira