Þráinn Freyr frumsýnir bókarkápuna: „Heldur betur bók fyrir sælkera og kokka“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumaður og eigandi veitingastaðanna Sumac grill + drinks og Óx á Laugavegi er að gefa út matreiðslubók, en kappinn frumsýndi bókarkápuna í fræslu á Facebook í dag.

„Kápa Sumac matreiðslubókarinnar sem kemur út í enda þessa mánaðar! Heldur betur bók fyrir sælkera og kokka,“ segir Þráinn Freyr ánægður með fyrstu bókarkápuna sína. Bókin byrjar í forsölu um helgina á sumac.is og verður síðan til sölu í öllum betri verslunum um mánaðamótin.

Bókarkápan

Þráinn sem er fyrrum þjálfari kokkalandsliðsins og fólk hans á Sumac og Óx hefur boðið matgæðingum upp á marókóskan mat á Sumac, á meðan leyndasti veitingastaður landsins, Óx, býður upp á öðruvísi íslenskan gamaldags mat í nýjum búningi í bland við klassíska evrópskra matargerðalist.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira