Vanilla – góð með ávöxtum og kökum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Skafið korn úr vanillustöng og setjið út í 200 g af sýrðum rjóma ásamt 1 msk. af flórsykri. Gott út á ávexti og til að bera fram með kökum. Það sama má gera við mascarpone-ost.

Það er líka hægt að skafa kornin úr vanillu og setja þau í pott með stönginni ásamt 2 dl af sykri og 2-3 dl af vatni. Sjóðið þá svolitla stund og kælið. Gott að eiga í kæliskáp til að setja út á ávexti til hátíðabrigða eða bara út á ýmislegt sem þarf að sæta svolítið.

Það er óþarfi að henda vanillustöng sem búið er að skafa kornin innan úr. Klippið stöngina út í hrásykur og eftir 1-2 vikur ertu komin með góðan vanillusykur.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira