17 milljónir til 18 verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs – Aldrei fleiri umsóknir borist

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 17 milljónum til 18 ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs.

Sjálfbærni, endurnýting, stafrænar lausnir, nýsköpun og þróun eru rauður þráður meðal verkefna styrkþega að þessu sinni er fram kemur á vef Hönnunarmiðstöðvar.

Hæsta styrkin í þessari úthlutun hlutu Flétta hönnunarstofa og Kristín Sigurðardóttir hönnuður fyrir Íslenska glerið, möguleikar á endurvinnslu steinullar í nýtt hráefni. Verkefnið hlaut 2 milljónir króna í rannsóknar- og þróunarstyrk.

„Umsóknirnar endurspegla vaxandi þörf fyrir fjárfestingu…“

Þess má geta að alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir. „Hlutverk sjóðsins er þess vegna umfangsmikið og áskorun fyrir stjórn sjóðsins að vinna úr þeim fjölda umsóknar sem borist hafa í ár, en þær hafa aldrei verið fleiri. Umsóknirnar endurspegla vaxandi þörf fyrir fjárfestingu í hönnunardrifnum og notendavænum verkefnum. Hönnunardrifin nýsköpun er mikilvæg í þróun atvinnulífs framtíðar þar sem áhersla er lögð á jafnvægi milli, verðmætasköpunar, mannlífs og umhverfis,“ er haft eftir Birnu Bragadóttur, formanni Hönnunarsjóðs.

Lestu nánar um styrkþega á vef Hönnunarmiðstöðvar.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira