Ást og kaldhæðni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Helga Valdís Árnadóttir er grafískur hönnuður og listrænn stjórnandi (Art director) hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2004 og hefur bæði starfað sjálfstætt sem og á auglýsingastofum. Hún lýsir listrænum stíl sínum sem einlægum og hlýlegum með örlítilli blöndu af kaótík og kómík.

Hvernig listamaður ertu? Fyrir utan að vera mjög skipulagður hönnuður sem elskar falleg letur, liti og form, þá er ég líka hvatvís, óþolinmóður krotari.

Hvernig byrjaði ferillinn? Þegar ég fékk fyrst blýant í hendurnar nokkurra ára gömul og reyndi að herma eftir myndunum hennar mömmu.

Hvernig verk ertu aðallega að gera og fyrir hvað? Eftir fjörugan vinnudag á stofunni er ekkert betra en að setjast inn í eldhús með iPadinn á meðan bóndinn hrærir í pottunum og börnin spjalla um viðburði dagsins. Aðallega er ég að krota myndir sem lýsa tilfinningu og ástandi hverju sinni. Oft með smávegis kaldhæðni, en líka ást. Þannig að það má eiginlega segja að þetta séu hálfgerðar dagbókafærslur. Ég krota fyrir mig og alla aðra sem hafa ánægju af og set myndirnar inn á Instagram.

Hvernig er ferlið frá hugmynd að verki? Það er allur gangur á því, stundum krota ég á hvað sem er í kringum mig, smelli mynd og fínteikna svo upp í iPadnum. Hausinn er yfirleitt alltaf á yfirsnúningi og hugmyndir, góðar og slæmar, keppast um að komast í sviðsljósið. Stundum teikna ég beint inn í iPadinn, en ég vinn í frábæra forritinu ProCreate þar sem auðvelt er að sýna hvernig teikningarnar verða til ásamt því að hreyfa þær.

Hvar liggur þitt áhugasvið helst
? Að skapa fallega hluti, hvort sem er með hönnun eða kroti.

Hefur þú alltaf haft gaman að því að skapa/teikna? Alveg frá því ég man eftir mér. Mér hefur alltaf liðið best í sálinni þegar ég er að skapa eitthvað og það skiptir ekki máli á hvaða sviði, enda var ég lengi að átta mig á því að ég gæti hreinlega orðið hönnuður eða teiknari þegar ég yrði stór.

Hvaða litir, form og efni heilla þig mest? Hlýir róandi litir sem hafa tengingu við jörðina hafa verið mínir uppáhalds ásamt Pantone Coral 16-1546. (Á morgun gæti ég sagt eitthvað allt annað). Ég elska líka fallegan pappír, sem gott er að strjúka og vel hannaðar bækur sem nostrað hefur verið við.

Hvaðan færðu innblástur fyrir verkin þín? Það fer svolítið eftir hvernig dagarnir eru og að hverju ég dregst hverju sinni. Fyrst ber að nefna tilfinningar, en hugurinn og hjartað stjórna miklu þegar penninn er dreginn fram. Allt það sem gefur mér hamingju, spennu eða sorg. Fólkið í kringum mig, hversdagsleikinn, náttúran, tilfinningar og fréttir líðandi stundar.

Hvernig hönnun heillast þú að? Sú sem nær að fanga athygli mína með spennandi litum og formum og hefur frá einhverju að segja.

Hvaða hönnuðir og teiknarar eru í uppáhaldi hjá þér? Þetta svar getur verið svo margbreytilegt eftir því hvernig samfélagið þróast og árin líða, en þessa stundina hef ég afskaplega gaman að því að sjá einlægnina hjá Amöndu Oleander, kómíkina á samfélagið hjá Jessicu Walsh, hönnun Tad Carpenter, auk þess að hlusta mikið á Debbie Millman og líta upp til eldri snillinga eins og Paulu Scher.

Hvar fást verkin þín? www.society6.com/helgavaldis og svo er hægt að senda mér póst á Instagram-síðuna mína: www.instagram.com/helga_valdis.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira