Bættu vinnuborði inn í litla eldhúsið – „Það munar heilmiklu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Húsnæði þarf ekki að vera stórt í sniðum ef skipulagið er gott. Í nýjasta Hús og híbýli heimsækjum við þrjú heimili sem eiga það sameiginlegt að þau eru lítil í fermetrum talið og vel skipulögð, þar sem hver fermetri er nýttur á sniðugan hátt.

Meðal þeirra sem við heimsækjum eru þau Katrín Helga Guðmundsdóttir, listfræðinemi við Háskóla Íslands og Jón Helgi Ingvarsson sjúkraþjálfari. Íbúð þeirra vel skipulögð, skemmtileg og litrík.

„…erum við ekki hrædd við að kaupa litríka hluti.“

„Þegar við innréttuðum íbúðina þá fannst okkur miklir og sterkir litir njóta sín vel í þessu bjarta rými og erum við ekki hrædd við að kaupa litríka hluti. Ég held að ég geti talið á annarri hendi allt það svarta sem ég á hvort sem það eru hlutir eða föt,“ segir Katrín.

„Eldhúsið er mjög lítið og ég elda mjög mikið þannig við keyptum vinnuborð sem við bættum við til þess að fá meira pláss og það munar heilmiklu. Hvað varðar stofuna þá held ég að uppröðunin sem við erum með núna sé langhentugust upp á að nýta plássið.“

„Ég held að karakterinn sem hefur skapast á heimilinu okkar sé að miklu leyti út af einstökum hlutum sem ég hef fundið á nytjamörkuðum og blanda þeim saman við nýrri hluti og húsgögn,“ segir Katrín.

Vínylplöturnar geyma þau í fallegri körfu á gólfinu.

Lestu viðtalið við Katrínu í heild sinni og sjáðu fleiri myndir í nýjasta Hús og híbýli.

Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

Myndir / Hákon Davíð

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira