„Ef þetta hefði verið herfilega ljótt parket hefði ég kannski skilað því“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kokkurinn Fanney Dóra Sigurjónsdóttir keypti sér nýlega íbúð í Skipholtinu sem henni tókst á mettíma að taka í gegn og gera einstaklega hlýlega. Húsið var byggt árið 1963 og nánast allt í íbúðinni var upprunalegt þegar Fanney Dóra festi kaup á henni.

Eldhúsið var lokað og íbúðin hólfuð niður þegar Fanney Dóra keypti hana.

Íbúðin var hólfuð niður þegar Fanney keypti hana.

Fyrsta skref var að ráðast í að stækka opið frá eldhúsi og inn í stofu, taka niður skilrúmsveggi og skipta um gólfefni. Fanney Dóra skipti einnig eldhúsinnréttingunni og eldhústækjum út.

Fanney Dóra fékk góða hjálp við að taka íbúðina í gegn, til dæmis við að rífa innréttingar og parket út. „Ég fékk nokkrar vinkonur í heimsókn og við byrjuðum á því að rífa niður eldhúsinnréttinguna, það var ótrúlega frelsandi. Mig minnir að við höfum verið einn og hálfan tíma að rífa alla innréttinguna niður og allt parketið sem var hérna.“

„Þessi vinahópur minn er svo flottur, þetta eru algjörar valkyrjur og við vorum enga stund að þessu,“ segir Fanney um vinkonur sínar sem hjálpuðu henni í framkvæmdunum.

Fanney Dóra ofhugsar hlutina ekki mikið og sagan á bak við nýja parketið er gott dæmi um það.

„Ég valdi parket sem mér leist vel á og fékk svo flutningamann til að skutla því úr versluninni og heim. Svo hóaði ég saman fólki til að bera allt parketið upp í íbúð. Nokkrum dögum seinna, þegar við byrjuðum að parketleggja, tók ég eftir því að þetta var nú örugglega ekki parketið sem ég valdi í búðinni. Ég náði í parketprufuna sem ég hafði fengið í búðinni og sá þá að þetta er alls ekki parketið sem ég valdi,“ segir hún og hlær. Hún segir ekki hafa komið til greina að skila því og fá parketið sem hún valdi upphaflega.

Mynd / Hallur Karlsson

„Ég náði í parketprufuna sem ég hafði fengið í búðinni og sá þá að þetta er alls ekki parketið sem ég valdi.“

„Ég hugsaði með mér að þar sem við værum búin að bera allt parketið upp og byrjuð að leggja það þá myndi ég halda því. Ég nenni ekki að ofhugsa hlutina. Ef þetta hefði verið herfilega ljótt parket hefði ég kannski skilað því, en mér finnst það bara flott.“

Lestu viðtalið við Fanneyju og sjáðu fleiri myndir í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla.

- Auglýsing -

Íslenskt fagtímarit um heimili og hönnun

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu 13 tölublöð á 1.538 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 2.430 kr.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira