Samsýning fimm listamanna opnaði á laugardaginn í gallerí Þulu, listamennirnir eru Sunneva Ása Weisshappel, Kristín Morthens, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Anna Maggý og Sigurður Ámundason og eru þetta þeir listamenn sem munu vera með einkasýningar í Þulu fram að sumri.
Á samsýningunni getur fólk séð sýnishorn af því sem hver listamaður er að vinna að. Um sölusýningu er að ræða en vegna aðstæðna er hægt er að fá skrá yfir verk senda í tölvupóst. Áhugasamir geta óskað eftir verkaskrá með því að senda skilaboð á [email protected]
Sýningin stendur til 31. janúar. Gallerí Þula er á Hjartatorgi, gengið er inn frá Laugavegi.