Fimm listamenn sýna á fyrstu samsýningu ársins í Þulu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Samsýning fimm listamanna opnaði á laugardaginn í gallerí Þulu, listamennirnir eru Sunneva Ása Weisshappel, Kristín Morthens, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Anna Maggý og Sigurður Ámundason og eru þetta þeir listamenn sem munu vera með einkasýningar í Þulu fram að sumri.

Á samsýningunni getur fólk séð sýnishorn af því sem hver listamaður er að vinna að. Um sölusýningu er að ræða en vegna aðstæðna er hægt er að fá skrá yfir verk senda í tölvupóst. Áhugasamir geta óskað eftir verkaskrá með því að senda skilaboð á [email protected]

Sýningin stendur til 31. janúar. Gallerí Þula er á Hjartatorgi, gengið er inn frá Laugavegi.

Sunneva Ása Weisshappel og Helga Páley Friðþjófsdóttir.

Anna Maggý.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Hópur kvenna afsakar sig

Íris Stefanía Skúladóttir og Sísi Ingólfsdóttir, konurnar á bak við feminíska listahópinn AFSAKIÐ, hafa opnað sýninguna Afsakið...

Fullorðin frumsýnt í kvöld

Gamanleikurinn Fullorðin verður frumsýndur í Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld. Fullorðin er sprenghlægileg sýning um það skelfilega...

Vögguvísur Hafdísar Huldar sú mest selda

Plata söngkonunnar Hafdísar Huld, Vöggu­vís­ur, er mest selda plata árs­ins­ 2020. Vögguvísur seld­ist í 3.939 ein­taka sam­kvæmt...

Elskar ostapinna

Berglindi Hreiðarsdóttur þarf ekki að kynna fyrir íslensku mataráhugafólki. Bloggsíðan hennar Gotterí og gersemar er stútfull af...

„Ljóð eru víðátta hugans“

Ragnheiður Lárusdóttir, íslensku-, list- og söngkennari, tók nýlega við bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabók sína 1900 og...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -