Fletti í gegnum gamla geisladiskasafnið við gerð verkanna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýjustu verk listamannsins Sean Brown hafa vakið mikla athygli en um einstakar gólfmottur er að ræða sem eru í laginu eins og geisladiskar.

Brown segir frá því í viðtali við breska Vogue að hann hefur nýtt tímann vel í kórónuveirufaraldrinum og hannað fjölmargar mottur sem hafa vakið lukku. Hann segir að í heimaverunni hafi hann náð betri fókus og áttað sig betur á hvernig verk hann vill gera.

Þessi nýju verk Browns eru í laginu eins og geisladiskar og skreytt eins og ýmsar þekktar plötur, svo sem platan Hard Core með Lil‘ Kim, Yellow Submarie með Bítlunum og Speakerboxxx/The Love Below með Outcast.

Brown segir þessu nýju verk sín vekja upp nostalgíu en hann fletti í gegnum gamla geisladiskasafnið sitt við gerð verkanna.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Úr listaverki í ramma yfir í húsgagn

Línan The Piece Furnature frá Craft Combine er einstaklega sniðug en í línunni eru einskonar púsluspil sem þjóna bæði því hlutverki...

Breyta gömlum sokkabuxum í húsgögn

Sænski sokkabuxnaframleiðandinn Swedish Stockings tekur við gömlum sokkabuxum og breytir þeim í húsgögn.Skaðleg áhrif textílframleiðslu á náttúruna...

Stelton og Moomin í samstarfi

Stelton, í sam­vinnu við Moom­in, kynn­ir í fyrsta sinn vör­ur myndskreytt­ar af þekkt­ustu fíg­úr­um heims. Bollinn kem­ur í...