Hafa opnað pop-up verslun á Skólavörðustíg í samstarfi við hönnuði

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íslenska framleiðslufyrirtækið VARMA hefur pop-up verslun á Skólavörðustíg 4a. Í nýju versluninni á verða til sölu vörur frá hönnuðum sem eiga það sameiginlegt að framleiða vörur sínar í verksmiðju VARMA. Það eru vörumerkin MAGNEA, Vík Prjónsdóttir, AD, Margrethe Odgaard fyrir Epal og Hullupullur.

Verslunin er hönnuð af Baldri Helga Snorrasyni, arkitekt.

Í tilkynningu VARMA segir að aðalhráefni þeirra sé íslenska ullin og áhersla sé lögð á umhverfisvænar lausnir í framleiðsluferlinu. „Íslenska ullin, hefur þróast í 1100 ár í köldu og norðlægu loftslagi og býr þess vegna yfir einstökum eiginleikum. Hún er létt og heldur einstaklega vel hita, andar vel og hrindir frá sér vatni. Ullin var lengi vel ein aðal útflutningsvara Íslendinga og það er okkur mikill heiður að standa vörð um söguna, þetta einstaka hráefni og íslenska framleiðslu.

„Þegar ullin er þvegin er notkun kemískra efna og hreinsiefna haldið í algjöru lágmarki…“

Framleiðsluferlið við gerð ullarbands er eins vistvænt og mögulegt er. Eingöngu náttúrulegar uppsprettur eins og hreint vatn og vatnsgufa úr jarðvarma eru notaðar sem orkugjafar við framleiðslu íslenska ullarbandsins en sauðkindin sjálf, sem gefur af sér ullina, er frjáls á beit í haga á sumrin og nærist einkum á grasi sem vex á ósnortnu landi. Þegar ullin er þvegin er notkun kemískra efna og hreinsiefna haldið í algjöru lágmarki til að tryggja viðhald náttúrlegrar fitu og að ullin verði hlý, létt og vatnsþolin eins og hún er frá náttúrunnar hendi. Við vinnum engu að síður stöðugt í því að bæta áferð og mýkt ullarinnar án þess að tapa því sem ullin stendur fyrir,“ segir í tilkynningunni sem birtist á vef Hönnunarmiðstöðvar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira