Ísland innblástur sænska hönnunarmerkisins Watt & Veke

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sænska hönnunarmerkið Watt & Veke var stofnað árið 1998 og hefur sérhæft sig í fallegri lýsingu í ýmiskonar mynd. Fyrirtækið hefur hannað og framleitt einstakar pappírsjólastjörnunar í nokkur ár sem hafa náð miklum vinsældum.

Nú í ár gáfu þeir út nýja stjörnu sem ber heitið REYKJAVÍK en vinsældir stjarnanna hér á landi urðu til þess að hönnuðir leituðu innblásturs í íslenska náttúru. Stjarnan er hrímhvít og falleg og minnir á ískristalla og norðurljós.

Stjarnan er 60 cm. Gert er ráð fyrir lýsingu í hönnun hennar, en perustæði er selt sér.

Verslunin Dimm er söluaðili þeirra á Íslandi og hér má sjá úrvalið.
Hægt er að kaupa stjörnuna í forsölu en hún kemur í verslun um miðjan nóvember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira