Kjarvalshúsið ennþá á sölu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er tæpt ár síðan sögufræga Kjarvalshúsið á Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi var sett á sölu. Húsið er ennþá á sölu.

Eignin vekur mikla athygli enda er húsið afar glæsilegt og á sér áhugaverða sögu. Húsið var teiknað af Þorvaldi S. Þorvaldssyni og byggt árið 1969 á lóð sem var í eigu Seðlabankans.  Ríkið byggði húsið og var það gjöf íslensku þjóðarinnar til listmálarans Jóhannesar S. Kjarval en hann bjó aldrei í húsinu.

Húsið er 442 fermetrar að stærð og er núna í eigu Olivers Luckett, bandarísks athafnamanns og listaverkasafnara. Húsið hefur að geyma fimm svefnherbergi, tvær stórar stofur og þrjú baðherbergi til viðbótar við eldhús, þvottahús og bílskúr.

Óskað er eftir tilboðum í húsið en fasteignamatið er rúmar 192 milljónir.

Það er fasteignasalinn Böðvar Sigurbjörnsson hjá Borg fasteignasölu sem sér um söluna.

„Einhverjar þreifingar hafa átt sér stað án þess að þær hafi leitt til sölu, enn sem komið er,“ sagði Böðvar í samtali við Hús og híbýli í janúar. Þá sagði hann að almennt tæki lengri tíma að selja eignir af þessu tagi ef tekið er mið af verði og stærð. „Eðlilegt er að reikna með allt að 6 til 12 mánuðum í því sambandi.“

Sjá einnig: Segir húsið allt eins geta verið selt á morgun

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira